Afhending

Afhending og seinkun:

Eðlilegur afhendingatími vöru eru 5-7 virkir dagar frá því að pöntun hefur verið staðfest. Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar eða bjóða staðgengilsvörur ef að varan er uppseld.
Athugið að afhendingartími getur verið lengri ef sérsmíði á sér stað, þetta á t.d við um giftingarhringa.

Sendingakostnaður:

Sendingarkostnaður er 900 kr. en fellur þó niður sé verslað fyrir meira en 12.000 kr.

Allar vörur sem eru sendar fara með Íslandspósti í ábyrgðarpósti. Um leið og sending er farin frá seljanda er hún á ábyrgð kaupanda. 

Póstsendingar til útlanda

Ef verslað er erlendis frá greiðir kaupandi sendingarkostnaðinn, og allan þann aukakostnað sem kemur til vegna sendingar.

Stæðarbreyting á hring

Ein stærðarbreyting á hringum er innifalin í kaupverðinu, sé hún gerð innan mánaðar frá kaupdegi. Séu hringar sendir með pósti til breytingar, greiðir kaupandi sendingakostnað.

 

Vöruskil:

Skila-/skiptiréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.

Skiptifrestur er 30 dagar frá afhendingardegi.  Vara sem er skilað þarf að vera í upprunalegu ástandi og í upprunalegum umbúðum.  Ábyrgðarskírteini þarf að fylgja þegar það á við. Kvittun eða vörureikningur þarf einnig að fylgja þegar það á við. 

Vörur eru ekki endurgreiddar, heldur einungis er um inneignanótu í verslunum okkar að ræða. 

Verð

Timadjasn.is áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og undangenginnar tilkynningar. Villur í verði geta orðið til fyrir slysni og eru ekki bindandi fyrir timadjasn.is  og er okkur heimilt að breyta því án frekari útskýringa. 

Verðhækkanir sem og verðlækkanir er eiga sér stað eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. 

Öll verð eru gefin upp í Íslenskum krónum og með virðisaukaskatti.